Á 17. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um bráðnun jökla í Himalayafjöllum og loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi um útbreiðslu jökla í Himalayafjöllum og stöðu þekkingar á afkomu þeirra. Hann mun einnig greina frá margumtalaðri umfjöllun IPCC skýrslunnar varðandi spár um bráðnun
jöklanna á komandi áratugum. Þá segir hann frá ný legum könnunarleiðangri að Kolahoi jöklinum í Kashmirhéraði Indlands.

Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 5. mars kl. 12:00 -13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir!

Hægt er að nálgast eldri erindi Stefnumóta á heimasíðu Stofnunar Sæmundar fróða.

Birt:
3. mars 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Jöklar Himalaya og hnatthlýnun“, Náttúran.is: 3. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/03/joklar-himalaya-og-hnatthlynun/ [Skoðað:3. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: