Matur-Saga-Menning
Íslensk matarhefð og kynning á möguleikunum sem henni tengist er viðfangsefni félagsins Matur-Saga-Menning, en félagið heldur kynningarfund í Matarsetrinu miðvikudagskvöldið 26. september kl. 20:30. Fundurinn er ókeypis og opinn öllum áhugasömum.
Meðal þeirra sem koma fram á fundinum er Hildur Hákonardóttir og Hannes Lárusson, bæði myndlistarmenn með sterkar taugar til náttúrunnar. Hildur ræðir um sölvatöku og Hannes um notkun íslenskra jurta í drykkjarföng. Guðrún Hallgrímsdóttir ræðir sveppa- og berjanýtingu og Guðfinnur Jakobsson garðyrkjubóndi með meiru í Skaftholti tekur fjallagrösin fyrir.
Matarsetrið er að Grandagarði 8 (gegnt gömlu verbúðunum).
Sjá hvað Hildur segir um söl.
Sjá nánar um víngerð Hannesar.
Til að finna efni um t.d. fjallagrös, ber og sveppi hér á siðunni, sláið einfaldlega inn leitarorðið í leitarvélina efst fyrir miðju á síðunni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matur-Saga-Menning“, Náttúran.is: 22. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/22/matur-saga-menning/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.