Um síðustu helgi hleypti Morgunblaðið af stokkunum greinarflokki um umhverfismál og loftslagsbreytingar. Greinarhöfundar eru Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Orri Páll Ormarsson. Nú hafa fyrstu tvær greinarnar litið dagsins ljós og því tímabært að minnast á þær hér á Náttúrunni. Greinarnar eru byggðar upp sem saga um fjölskyldu annars vegar og hins vegar eru viðtöl við sérfræðinga og úrtök um einstök atriði sem bera á góma hjá fjölskyldunni hverju sinni. Greinarnar eru skemmtilega myndskreyttar, einskonar klippimyndir ljósmyndir og teikningar tvinnaðara saman.

Forsíðu Morgunblaðsins prþðir ennfremur yfirsögn um Beint frá býli og að 30% af losun gróðurhúsalofttegunda megi rekja til flutninga og framleiðslu á mat. Sjá alla þátttakendur úr „Beint frá býli“ verkefninu hér á „Grænum siðum“ Náttúrunnar.

Greinar þessar eiga vonandi eftir að eiga þátt í að upplýsa fólk um það sem við getum lagt af mörgum til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda, einfaldlega með því að vera meðvitaðir neytendur. Náttúran.is er auðvitað sá vefmiðill sem að sérhæfir sig í stöðugu aðgengi upplýsinga um umhverfismál á öllum sviðum, þá ekki sþst það sem sný r að upplýsingum um fyrirtæki, vöru- og þjónustuframboð sem er umhverfisvænna en annað.
Sjá t.d. lista yfir fyrirtæki með ISO 14001 vottun en Morgunblaðið (Árvakur hf) er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi með umhverfisstjórnunarvottun ISO 14001 á starfsemi sína.

Myndin er af nokkrum síðum úr greininni Út í loftið úr Morgunblaðinu í dag.

Birt:
21. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Út í loftið - Morgunblaðið“, Náttúran.is: 21. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/20/t-lofti/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. október 2007
breytt: 21. október 2007

Skilaboð: