Orð dagsins 3. júni 2008

Siv Gørbitz, borgarstjórnarfulltrúi í Bergen í Noregi, hefur sett í gang sitt eigið átak undir yfirskriftinni „Plukk opp“ í þeim tilgangi að bæta umgengni í borginni. Siv hefur samið við sjálfa sig um að tína upp eitt stykki af rusli á dag, eða 7 á viku, og hefur boðið öðrum að undirrita sambærilega samninga á þar til gerðri vefsíðu.

Samkvæmt upplýsingum á síðunni hafa 230 glaðir ruslatínslumenn þegar undirritað slíka samninga, en þar á meðal eru bæði forseti og varaforseti borgarstjórnar. Þegar ruslatínslumennirnir eru orðnir 1.000 talsins, ættu árleg afköst þeirra að nema u.þ.b. 12.000 haldapokum fullum af rusli, sem annars lægi um víðan völl.
Lesið frétt Grønn Hverdag í gær
og skoðið heimasíðu átaksins Plukk opp

Birt:
3. júní 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Nýtt samkomulagsform til að tína upp rusl“, Náttúran.is: 3. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/03/nytt-samkomulagsform-til-ao-tina-upp-rusl/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: