Orð dagsins 14. janúar
Um það bil 20% allra farsíma gefa frá sér nikkel. Þessa ályktun má draga af niðurstöðum athugunar sem danska upplýsingamiðstöðin um ofnæmi gerði nýlega. Þar var skoðuð 41 tegund farsíma, og reyndust 8 þeirra gefa frá sér nikkel í því magni að það gæti valdið ofnæmisviðbrögðum þegar síminn snertir viðkvæma húð. Hægt er að kaupa sérstakt nikkelpróf í (dönskum) apótekum, sem auðvelt er að nota til að kanna hvort tiltekinn hlutur gefi frá sér nikkel.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu 9. janúar sl.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21
Birt:
14. janúar 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 14. janúar“, Náttúran.is: 14. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/17/oro-dagsins-14-januar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. janúar 2008