Markaðsráð Hríseyjar stendur fyrir málþinginu ,,Menning á sjálfbærum áfangastað” í Hrísey laugardaginn 23. maí kl. 10:30 – 15:00.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að skapa sjálfbært samfélag í Hrísey. Frá upphafi verkefnisins hefur verið hugað að því hvernig hægt sé að nýta verkefnið til atvinnusköpunar auk þess að koma á framfæri sérstöðu svæðisins. Hefur í því sambandi helst verið litið til ferðaþjónustunnar. Á málþinginu verður skoðuð uppbygging menningarstarfs á landsbyggðinni í tengslum við ferðaþjónustu og sjálfbært samfélag.

Ferjan fer frá Ársskógssandi kl 09:30. Frá Akureyri eru 35 km á Árskógssand sem er um 25. mín akstur. Staðfesting á þátttöku gildir sem greiðsla í ferjuna. Fulltrúi Markaðsráðs Hríseyjar tekur á móti gestum á bryggjunni og fylgir þeim  í Íþróttamiðstöðina þar sem málþingið er haldið.  Farið verður með ferju til baka kl. 15:00.

Dagskrá:


 

kl. 09:30 Ferja fer til Hríseyjar
kl. 09:45 Komið til Hríseyjar
kl. 10.30 Setning málþings
kl. 10:40  ,,Þróun og uppbygging menningarstarfs á landsbyggðinni”
  Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða
kl.11:00  ,,Sjálfbær áfangastaður ? Hvað er nú það ?” 
  Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi
kl.11:20 ,,Uppbygging ferðamannastaða með sjálfbærni að leiðarljósi”
  Guðrún Bergmann
kl.11:40  Sýn listamanns í uppbyggingu skapandi samfélags á landsbyggðinni 
kl.12:00  Hádegishlé – súpa, brauð og göngutúr
kl.13:00 Umræður og fyrirspurnir
kl.13:30 Umræðuhópar – skipt í fjóra hópa sem fyrirlesarar leiða.
kl.14:00 Kynning á umræðum í hópum
kl.14:30 Málþingi slitið
kl.15:00 Ferja fer frá Hrísey

Skráning fer fram á netfanginu lindamar@internet.is 

Þátttökugjald er kr. 2.000, innifalið í því er ferja fram og til baka og léttur hádegisverður.

Mynd frá Hrísey, af vef Ferðamálastofu.

Birt:
7. maí 2009
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Menning á sjálfbærum áfangastað“, Náttúran.is: 7. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/07/menning-sjalfbaerum-afangastao/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: