Þalöt fundust í þvagi allra bandarískra ungbarna sem tóku þátt í þarlendri rannsókn, sem sagt er frá í febrúarhefti tímaritsins Pediatrics. Rannsökuð voru þvagsýni 163 ungbarna á aldrinum 2ja til 28 mánaða. Í öllum þessum sýnum fannst a.m.k. ein gerð af þalötum í mælanlegu magni, og 81% sýnanna innihélt a.m.k. 7 gerðir þalata. Svör við spurningalistum sem lagðir voru fyrir mæður barnanna, benda til að efnin hafi borist í líkama barnanna m.a. úr barnakremum, barnasjampói og barnapúðri.

Þalöt hafa verið notuð sem mýkingarefni í PVC-plast, en einnig í krem og aðrar snyrtivörur til að auðvelda dreifingu og viðhalda ilmi. Efnin eru m.a. talin geta truflað starfsemi innkirtla og haft neikvæð áhrif á frjósemi. Evrópusambandið hefur sett reglur sem takmarka mjög notkun þalata í vörur ætlaðar börnum, en engar slíkar reglur eru í gildi í Bandaríkjunum, að Kaliforníu frátalinni.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag,
umfjöllun Healthy Child Healthy World í gær,
og grein Sheela Sathyanarayana et.al í febrúarhefti Pedriatics.
Rifjið líka gjarnan upp „Orð dagsins“ 4. október sl.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
5. febrúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 5. febrúar 2008“, Náttúran.is: 5. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/05/oro-dagsins-5-februar-2008/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: