Morgunverðarfundur um ágengar framandi tegundir
Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til morgunverðarfundar á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí, kl. 8:00 til 10:00 í Sunnusal Hótel Sögu. Fjallað verður um ágengar framandi tegundir. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst á ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra kl. 8:30. Flutt verða fjögur erindi og opnað verður fyrir umræður að þeim loknum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands stýrir fundinum.
Erindi:
- Yfirlit yfir stöðu líffræðilegrar fjölbreytni hér á landi. Snorri Baldursson.
- Ný og óvelkomin smádýr nema land með hlýnandi loftslagi. Erling Ólafsson.
- Nýjar ferskvatns- og sjávartegundir hér á landi. Guðni Guðbergsson og Guðmundur Guðmundsson.
- Framandi plöntutegundir. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Sigurður Magnússon.
Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is. Aðgangur er ókeypis.
Mynd: Alaskalúpína. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
19. maí 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Morgunverðarfundur um ágengar framandi tegundir“, Náttúran.is: 19. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/19/morgunveroarfundur-um-agengar-framandi-tegundir/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.