Kvartanir hafa undanfarið borist Hundaeftirliti Reykjavíkur og stjórn hestamannafélagsins Fáks vegna lausagöngu hunda á svæði Fáks. Hundaeftirlitsmenn hafa rætt við hundaeigendur og bent þeim á að lausaganga hunda er bönnuð.

Ef hundar trufla hesta verður talsverð slysahætta og hafa ófá slys orð á liðnum árum. Hundaeigendur eru því beðnir um að sýna aðgát í nánd við hesta jafnvel þótt hundarnir séu í taum. Hundaeftirlitsmenn munu færa þá hunda sem ganga lausir á svæðinu í hundageymslu.

Hundaeftirlitið vill einnig minna á að á varptíma fugla 1. maí – 15 ágúst er óheimilt að vera með hunda í Heiðmörk.

Sjá nánar um hundaeftirlit Reykjavíkurborgar.

Myndin er af nýju hundaskilti sem notað er í Reykjavík.

Birt:
2. maí 2008
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Aðgát skal höfð á hundum í nærveru hesta“, Náttúran.is: 2. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/02/aogat-skal-hofo-hundum-i-naerveru-hesta/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: