Blóm sem þjófavörn
Síðustu þrjú ár hafa yfirvöld í Suginami-borgarhlutanum í Tókþó látið gróðursetja fjöldann allan af blómum meðfram götum borgarinnar til að draga úr tíðni innbrota. Þjófavörn blómanna felst í því að þau laða til sín fólk sem sinnir þeim og vökvar, og þar með gefst þjófum minna næði til athafna. Verkefnið, sem gengur undir nafninu "Operation Flower", hófst fyrir þremur árum og er hluti af stærra átaki til að stemma stigu við innbrotum í Suginami. Árangurinn þykir góður, en á síðasta ári voru innbrot á svæðinu 80% færri en þau voru árið 2002.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter
Orð dagsins á vef Staðardagskrár 21 á Íslandi birtast reglulega hér á vef Náttúrunnar.
Myndin er af Morgunfrúm í Laugardalnum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Blóm sem þjófavörn“, Náttúran.is: 29. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/29/blom-sem-thjofavorn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.