Umhverfisvæn ferðamennska hefur þróast mikið á undanförnum árum. Ef þú ferðast á suðlægar slóðir hafðu eftirfarandi í huga þegar þú kemur á áfangastað: • Slökkva skal á ljósi og loftkælingu þegar þú ferð út úr hótelherberginu. • Sparaðu vatnið. • Þú þarft ekki að láta skipta um rúmföt á hverjum degi. Láttu hótelið vita af óskum þínum í því efni. • Ef þú ferðast innan landsins, reyndu að ganga og hjóla sem mest. Víðast hvar er hægt að fá reiðhjól leigð. Einnig getur þú tekið strætó og lestir eru almennt umhverfisvænni en bílar. • Nýttu þér hópferðir sem að ferðaskrifstofur bjóða upp á. • Flokkaðu úrgang á hótelinu að svo miklu leyti sem það er hægt. • Veldu frekar minjagripi sem eru keyptir á staðnum en ekki vörur sem er bannað að flytja úr landi eða vörur sem búnar eru til úr dýrum eða jurtum í útrýmingarhættu. Að kaupa fílabein, mahoný eða nashyrningahorn er ólöglegt. • Gistu á litlum gistiheimilum en ekki á stórum alþjóðlegum hótelum. Þannig styður þú við bakið á íbúunum sjálfum. • Slepptu því að gista á hóteli með sundlaug, þú getur alltaf farið á ströndina. • Farðu eftir þeim umgengnisreglum sem gilda á ströndinni. Um Bláfánaströnd getur verið að ræða. • Farðu eftir þeim umgengnisreglum sem gilda á hótelinu. Veldu umhverfismerkt hótel ef hægt er.
Birt:
28. mars 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Utanlands“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:3. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. mars 2007

Skilaboð: