Leiðbeiningabæklingar vegna inflúensu (H1N1)
Sóttvarnalæknir hefur, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gefið út tvo leiðbeiningabæklinga vegna inflúensunnar sem berst um heiminn.
Bæklingarnir eru gefnir út meðal annars til að kenna fólki og upplýsa það um hvernig draga má úr líkum á smiti og hvernig mönnum ber að haga sér við aðstæður sem upp kunna að koma í tengslum við inflúensuna. Eins og kunnugt er hafa greinst nokkur tilfelli inflúensufaraldursins hér á landi, en til þessa hafa veikindi af völdum veirunnar verið fremur væg, einkennin verið svipuð og við venjulega inflúensu. Ástæða þykir þó til að minna almenning á að fylgjast vel með. Auk upplýsingabæklinganna sem nú eru komnir út er ástæða til að vekja athygli á neðangreindum vefjum: Bæklingarnir eru aðgengilegir hér á pdf formi, en eintök í pappírsformi hafa verið send víða um land og liggja frammi á heilsugæslustöðvum og víðar.
Bæklingarnir eru gefnir út meðal annars til að kenna fólki og upplýsa það um hvernig draga má úr líkum á smiti og hvernig mönnum ber að haga sér við aðstæður sem upp kunna að koma í tengslum við inflúensuna. Eins og kunnugt er hafa greinst nokkur tilfelli inflúensufaraldursins hér á landi, en til þessa hafa veikindi af völdum veirunnar verið fremur væg, einkennin verið svipuð og við venjulega inflúensu. Ástæða þykir þó til að minna almenning á að fylgjast vel með. Auk upplýsingabæklinganna sem nú eru komnir út er ástæða til að vekja athygli á neðangreindum vefjum: Bæklingarnir eru aðgengilegir hér á pdf formi, en eintök í pappírsformi hafa verið send víða um land og liggja frammi á heilsugæslustöðvum og víðar.
Birt:
8. júlí 2009
Tilvitnun:
NA „Leiðbeiningabæklingar vegna inflúensu (H1N1)“, Náttúran.is: 8. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/08/leiobeiningabaeklingar-vegna-influensu-h1n1/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.