52 krossar reistir í minningu fórnarlamba Suðurlandsvegar
Í dag kl. 15:00 voru reistir 52 krossar við Kögunarhól við Ingólfsfjall í Ölfusi, í minningu fórnarlamba umferðarslysa á Suðurlandsvegi. Hugmyndina að athöfn þessari átti Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður. Fjöldi manns var viðstaddur athöfnina og hjálpuðustu allir að við að reisa krossana. Tölu héldu Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Vilmundur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigurður Jónsson frá Vinum Hellisheiðar og Samtökum um slysalaust Ísland, Úlfar Kristmundsson auk þess sem séra Úlfar Sigmundsson sóknarprestur blessaði staðinn.
Það er von manna að þessi minnisvarði um fórnarlömb Suðurlandsvegar verði til þess að loksins verði farið í að tvöfalda veginn í hvora átt og lýsa upp.
-
Taka þátt í undirskriftarsöfnuninni Samstaða um Suðurlandsveg.
Myndin er af krossunum við Kögunarhól, þ. 10. 11. 2006.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „52 krossar reistir í minningu fórnarlamba Suðurlandsvegar“, Náttúran.is: 10. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/minning_fornarlamba/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 20. júní 2009