Xiang Xiang, 5 ára gamall pandabjörn, sem á síðasta ári var frelsaður eftir að hafa verið alinn upp á rannsóknarstofu, er látinn.
Birninum var sleppt úr rannsóknarstofunni Wolong í apríl 2006 eftir að hafa verið þjálfaður í 3 ár til að lifa af í náttúrunni. Þar var honum kennt að byggja greni, afla sér fæðu og að merkja sér svæði. Einnig lærði hann aðferðir til að verja sig, eins og að góla og bíta.
Xiang Xiang var jarðaður við enda fjalls um 12 km frá rannsóknarstofunni.

Pandabirnir eru í mikilli útrýmingarhættu. Í fjallaskógum í miðhluta Kína eru einungis um 1.600 villtir pandabirnir eftir - á eina staðnum í heiminum sem hægt er að finna pandabirni - og meira en 180 þeirra eru í haldi.

Pandabirnum er ógnað vegna skorts á búsetusvæðum, manna sem ráðast á svæði þeirra og lítillar ný liðunar.

Er ekki kominn tími til að fara að hugsa um eitthvað annað en bara mannfólkið?
Mennirnir eru ekki einu verurnar í heiminum og við eigum engan rétt á því að koma svona fram við dýr - og sérstaklega þau sem eru í útrýmingarhættu!


Tekið af The Guardian
Mynd fengin frá www.weltkulturerbe-online.de
Birt:
1. júní 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Pandabjörninn Xiang Xiang“, Náttúran.is: 1. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/01/pandabjrninn-xiang-xiang/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: