EFLA hf - Nýtt verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki
EFLU var formlega hleypt af stokkunum 10. október 2008 þegar sameiningarferli fjögurra verkfræði- og ráðgjafarstofa var lokið og nýtt fyrirtæki orðið til, en það er meðal stærstu ráðgjafarfyrirtækja landsins. Að EFLU stóðu: Verkfræðistofan Afl (stofnuð 1987), Verkfræðistofan Línuhönnun (stofnuð 1979), RTS – Verkfræðistofa (Raftæknistofan - stofnuð 1988) og Verkfræðistofa Suðurlands (stofnuð 1973).
EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki, öflugt þekkingarfyrirtæki, sem veitir vandaða þjónustu í tugum þjónustuflokka. Það býr yfir víðtækri og traustri fagþekkingu og hefur á að skipa um 270 starfsmönnum, þar af um 50 starfsmönnum í erlendum dótturfyrirtækjum. Fyrirtækið sinnir fjölda ólíkra verkefna á hverjum tíma, á Íslandi og í mörgum öðrum löndum. Það leggur ríka áherslu á nýsköpun og rannsóknir. Mannauðurinn er dýrmætasta aulind fyrirtækisins.
EFLA starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi (ISO 9901:2000) og vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001). Sjá Eflu hér á grænum síðum.
Innan EFLU starfa 6 markaðssvið: Orka og veitur, Iðnaður, Samgöngur, Byggingar, Umhverfi og Verkefnastjórnun og 28 kjarnasvið sem tilheyra þeim. Þar að auki eru þar helstu almenn stoðsvið, til viðbótar við Viðskiptaþróunarsvið og Rannsókna- og nýsköpunarsvið.
EFLA á dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Rússlandi, Frakklandi, Póllandi, Slóveníu, Tyrklandi og Dubai sem sinna ráðgjafar- og þróunarverkefnum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „EFLA hf - Nýtt verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki“, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/efla-hf-nytt-verkfraeoi-og-raogjafarfyrirtaeki/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.