Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í dag 15. desember
Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 15. desember. Áfram er spáð hægum vindi og þurrviðri í vikunni og líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Sökum hlýviðris er ekki hægt að rykbinda umferðagötur.
Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en mælist núna 53. Hæsta hálftímagildið í dag mældist 118 á Grensásvegi. Sjá má gula mengunarslikju yfir borginni þegar horft er vestur. Hún stafar af útblæstri köfnunarefnissambanda frá bifreiðum.
Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa og forðast helstu umferðargötur. Um þessar mundir eru 35% bifreiða í Reykjavík á nagladekkjum samkvæmt talningu í desember.
Hægt er fylgjast með styrk svifryks á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is). Starfað er eftir viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði í borginni. Svifryk má samkvæmt reglugerð nr. 251/2002 fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2009. Það hefur n ú farið 15 sinnum yfir heilsuverndarmörk á sólarhring.
Viðbragðsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur - loftmengun
Ryklaus Reykjavík - gegn nöglum
Sjá frekari upplýsingar um svifryk
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í dag 15. desember“, Náttúran.is: 15. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/15/svifryk-yfir-heilsuverndarmorkum-i-dag-15-desember/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.