Vistvænn lífsstíll - kynning á vistvænum vörum, starfi og þjónustu

Hér með er óskað eftir fyrirtækjum, félögum og stofnunum sem hafa áhuga á að kynna starfsemi sína á sýningunni.
Umhverfisráðherra mun opna sýninguna á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl. Sýningin verður öllum opin og aðgangur ókeypis. Aðstandendur sýningarinnar munu kynna sýninguna eftir fremsta megni með auglýsingum og tilkynningum til fjölmiðla.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna starfsemi sína á sýningunni eru beðnir um að senda tölvupóst þess efnis á postur@umhverfisraduneyti.is fyrir 3. apríl. Þar skal m.a. tekið fram hvað viðkomandi aðili hyggst sýna. Í ljósi þess að fjöldi sýningarplássa er takmarkaður munu aðstandendur sýningarinnar velja sýnendur úr hópi umsækjenda. Félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni þurfa ekki að greiða gjald fyrir sýningarpláss en fyrirtæki og stofnanir greiða hóflegt gjald.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, í síma 545 8600 eða með tölvupósti, gudmundur.hordur.gudmundsson@umhverfisraduneyti.is. Grafík: Græna landið, Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
17. mars 2008
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Vistvænn lífsstíll - kynning á vistvænum vörum, starfi og þjónustu “, Náttúran.is: 17. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/17/vistvaenn-lifsstill-kynning-vistvaenum-vorum-starf/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.