Dagana 26. til 28. júní verður haldin þriggja daga garðyrkju- og blómasýning í Hvergerið þar sem bærinn verður allur undir blómin lagður og fjöldi dagskráratriða, samkeppna og sýninga verður í boði. Meðal dagskrárliða verða:

  • Ráðstefnan „Íslensk garðlist“
  • Heimsmet sett í lengstu blómaskreytingunni
  • Markaðir og sýningarbásar
  • Frumlegar blómaskreytingar
  • Laukaball fyrir yngstu kynslóðina
  • Blómaskrúðgöngur
Samkeppni:
  • Hönnun smágarða
  • Samsetning blóma í kerjum
  • Blómaskreytingar
  • Sólblómasamkeppni
  • Ýmsir flokkar grænmetis
Sýningar:
  • Saga garðyrkjunnar
  • Afskorin blóm
  • Pottaplöntur
  • Garðplöntur
  • Grænmeti
  • Matjurtaræktun
  • Moltugerð

Á tjaldsvæði verður boðið upp á rúnaristur, opið grill og skátaleiki. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hafi samband við verkefnisstjóra sýningarinnar Elfu Dögg Þórðardóttur, mannvirkja- og umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar í síma: 483 4000 eða með tölvupósti: elfa@hveragerdi.is.

Sjá vef sýningarinnar.

Aðgangur ókeypis alla dagana!

Birt:
1. júní 2009
Uppruni:
Hveragerðisbær
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blóm í bæ - Garðyrkju- og blómasýningin 2009“, Náttúran.is: 1. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/01/blom-i-bae-garoyrkju-og-blomasyningin-2009/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júní 2009

Skilaboð: