Menningarnótt verður haldin laugardaginn 23. og aðfaranótt sunnudagsins 24. ágúst nk. Á Menningarnótt lifnar yfir miðborginni sem aldrei fyrr, viðburðir eru í boði innan dyra sem utan, hverjir öðrum skemmtilegri. Í ár verður dagskráin fjölbreyttari en nokkru sinni (að sögn skipuleggjenda) og á fjórða hundrað viðburðir eru í boði fyrir gesti.

Á vef Menningarnætur er að finna allt um nóttina löngu og hægt að skoða viðburði eftir flokkum, senda dagskrá í GSM símann sinn og vina sinna og skoða atburði í tímaröð og einnig er hægt að velja úr viðburðum sem þú vilt fyrir alla muni ekki missa af og setja saman þína eigin dagskrá og senda í símann eða prenta út til að taka með í bæjarröltið (ef þess er þörf). Skoða vef Menningarnætur.

Hér á grænu Íslandskorti má sjá staðsetningu á hinum ýmsu söfnum og menningarsetrum í Reykjavík og á landinu öllu s.s.: söfnum, listasetrum, menningarsetrum, stöðum og setrum tengdum íslenskum þjóðháttum og staði tengda sagnfræðilegum sérkennum o.fl.

Birt:
20. ágúst 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Menningarnótt í Reykjavík“, Náttúran.is: 20. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/20/menningarnott-i-reykjavik/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: