Eignaréttur á umhverfisvænum einkaleyfum felldur úr gildi Alþjóða viðskiptaráðið fyrir sjálfbæra þróun (WBCSD) ásamt bandaríska tölvurisanum IBM hafa í samstarfi við Nokia, Pitney Bowes og Sony ákveðið að fella úr gildi fjölda umhverfisvænna einkaleyfa sem eru í þeirra eigu og bjóða aðilum á almennum markaði til notkunar án endurgjalds. Þessar nýjungar verða vistaðar í gagnagrunn sem er aðgengilegur á netinu, á vef WBSCSD og mun WBSCSD hþsa og reka grunninn.

Stofnendur gagnagrunnsins vilja að með þessu verða þessi einkaleyfi aðgengileg eins mörgum fyrirtækjum og mögulegt er. Aðstandendur gagnagrunnsins vonast til þess að vísindamenn, frumkvöðlar og fyrirtæki þrói nýjar vörur útfrá þessum einkaleyfum þannig að þær verði umhverfinu til góða.

Nú þegar þessi orð eru rituð eru 31 einkaleyfi hþst í gagnagrunninum. Sem dæmi má nefna að eitt einkaleyfið var í eigu Nokia þar sem aðferð við að endurnýja gamla farsíma með því að umbreyta þeim í nýjar vörur s.s. stafrænar myndavélar eða önnur raftæki. Annað einkaleyfi er frá IBM sem fjallar um kjarnahvata sem eyðir rokgjörnum lífrænum efnasamböndum og tækni við að flytja leysanlega málma í úrgangsvatni sem notaður hefur verið í augnvökva.

Grein frá Beluga.

Birt:
25. janúar 2008
Höfundur:
Beluga
Uppruni:
Beluga ehf
Tilvitnun:
Beluga „Gagnagrunnur um umhverfisvænan eignarétt“, Náttúran.is: 25. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/25/gagnagrunnur-um-umhverfisvaenan-eignarrett/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. janúar 2008

Skilaboð: