Er hlýnun jarðar guðfræðilegt vandamál?
Fræðslumorgnar eru haldnir í suðursal Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 1:00. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, lektor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands, ræðir nk. sunnudag, 19. október, um vistguðfræði og umhverfissiðfræði. Þetta er brýnt mál í samtímanum, ekki síst þegar að kreppir í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls.
Sólveig Anna kennir námskeið í guðffræðideild HÍ nú í haust sem ber heitið vistguðfræði og umhverfissiðfræði. Efnið er allt ný legt og kemur frá guðfræðingum víðsvegar að í heiminum. Allt frá því að Lynn White (1967) hélt því fram að sögulegar rætur umhverfiseyðileggingar og náttúruspjalla lægju í kristinni náttúrusýn, mannskilningi og guðsskilningi hafa guðfræðingar fjallað um málefnið. Flestir eru sammála White um mjög margt í hans gagnrýni en vilja benda á að önnur atriði í kristinni hugmyndahefð má nýta til góðs fyrir umhverfið og náttúruna.
Sólveig byggir erindi sitt í Hallgrímskirkju á efni námskeiðsins, ekki síst nýjustu bókunum þar sem hugtakið hlýnun jarðar er ráðandi. Þar má nefna bók Sallie McFague frá í ár (2008) en hún heitir "A New Cimate for Theology. God, the World, and Global Warming."
Sólveig Anna kennir námskeið í guðffræðideild HÍ nú í haust sem ber heitið vistguðfræði og umhverfissiðfræði. Efnið er allt ný legt og kemur frá guðfræðingum víðsvegar að í heiminum. Allt frá því að Lynn White (1967) hélt því fram að sögulegar rætur umhverfiseyðileggingar og náttúruspjalla lægju í kristinni náttúrusýn, mannskilningi og guðsskilningi hafa guðfræðingar fjallað um málefnið. Flestir eru sammála White um mjög margt í hans gagnrýni en vilja benda á að önnur atriði í kristinni hugmyndahefð má nýta til góðs fyrir umhverfið og náttúruna.
Sólveig byggir erindi sitt í Hallgrímskirkju á efni námskeiðsins, ekki síst nýjustu bókunum þar sem hugtakið hlýnun jarðar er ráðandi. Þar má nefna bók Sallie McFague frá í ár (2008) en hún heitir "A New Cimate for Theology. God, the World, and Global Warming."
Birt:
17. október 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Er hlýnun jarðar guðfræðilegt vandamál?“, Náttúran.is: 17. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/17/er-hlynun-jaroar-guofraeoilegt-vandamal/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.