Kál verndar gegn krabbameini
Löngum hefur verið vitað að þótt neysla ávaxta og grænmetis sé vissulega heilsusamleg þá veitir hún ekki vörn gegn krabbameini. Nú benda rannsóknir hins vegar til þess að á þessari reglu sé undantekning. Sýnt hefur verið fram á að kál og aðrar matjurtir af svonefndri krossblómaætt geta verndað fólk gegn ýmsum tegundum krabbameins, svo sem í lungum, þörmum, brjósti og blöðruhálskirtli.
Skþringin á þessu forvarnargildi krossblómaættarinnar er sú að jurtirnar innihalda mikið af efnum sem nefnast glúkósínólatar. Þessi efni mynda ekki sjálf vörn gegn krabbameinsfrumum heldur losa þau í líkama neytandans efni sem nefnt er súlfóraphan en tilraunir með það efni, að vísu utan líkamans, sýna að það grandar krabbameinsfrumum. Glúkósínólata er ekki að finna í öðrum matvælum svo heitið geti.
Til krossblómaættar teljast margar matjurtir, svo sem blómkál, brokkólí, rósakál, radísur, gulrófur, piparrót, karsi, sinnep og rúkóla. Að sögn dr. Barböru Ann Halkier lektors á lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla þarf ekki mikið af þessum matjurtum til þess að draga úr hættunni á að fá ofannefnd krabbamein. Að hennar sögn ættu menn að hafa eitthvað af ofannefndum matjurtum á diskinum sínum í það minnsta vikulega.
Sjá einnig grein um rannsóknir á lækningamætti káls.
Af vef Bændablaðsins bbl.is, Landbrugsavisen/www.cancer.dk.
Myndin er af brokkólíjurt í Grasagarði Reykjavíkur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Landbrugsavisen „Kál verndar gegn krabbameini“, Náttúran.is: 2. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/02/kal-verndar-gegn-krabbameini/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.