Elsta jólatré landins verður til sýnis á jólasýningu Hússins á Eyrarbakka eins og siður er fyrir. Sýningin opnar á morgun, fyrsta í aðventu kl. 14:00 o glokar kl. 17:00. Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni bónda í Þverspyrnu  Hrunamannahreppi um eða rétt eftir 1873. Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem prestfrú í Hruna. Dóttir hennar Elín húsfreyja Steindórsdóttir í Oddgeirshólum í Flóa átti það eftir hennar dag og gaf Byggðasafni Árnesinga árið 1956.

 

Tréð er grænmálað að lit og einn meter á hæð með 38 pílum sem stungið er í þar til gerð göt í tréstofninum. Sortulyngi, krækilyngi og beitillyngi (heimildum ber ekki saman) var stungið í þar tilgerð göt á pílunum og kerti sett á endana. Eins og segir á vef Byggðasafns Árnesinga þá hefur tré af slíkri stærð eingungis hentað efnaðri fjölskyldu sem bjó við rúm húsakynni, því í þá daga því gert var ráð fyrir að dansað væri kringum jóltréð. Almennt höfðu fjölskyldur því aðeins pláss fyrir lítil viðartré sem var tilt á stól eða kommóðu.

Ár hvert er tréð skreytt af Hildi Hákonardóttur og öðru góðu fólki með lyngi og greinum og þá fyrst er jólaandinn kominn í Húsið. Fjölmörg önnur jólatré eru til sýnis á jólasýningunni í Húsinu og sýna vel þá þróun sem varð á jólatrjáaeign Íslendinga.

 

Ljósmynd: Hildur Hákonardóttir skreytir spýtujólatréð frá Hruna með sortulyngi, krækilyngi og beitilyngi. Guðrún Tryggvadótir.

Birt:
Nov. 28, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Elsta jólatré landsins á jólasýningu Hússins“, Náttúran.is: Nov. 28, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/28/elsta-jolatre-landsins-jolasyningu-hussins/ [Skoðað:July 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: