Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Útflutningsráðs verður haldið fimmtudaginn 12. mars nk. kl. 8:00–10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Á Nýsköpunarþinginu verður kastljósinu beint að „opinni nýsköpun“.

Á þinginu verða veitt Nýsköpunarverðlaun fyrir árið 2009. Fundarstjóri er Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Dagskrá

  • Léttur morgunverður
  • Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
  • Nýsköpun með framtíðarsýn - leiðin út úr kreppu - Guðjón Már Guðjónsson, Industria
  • Opin nýsköpun í starfandi fyrirtæki - Anna María Pétursdóttir, Vífilfell
  • Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja - Eggert Claessen, Frumtak
  • Persónulegur stíll í alþjóðaumhverfi - Steinunn Sigurðardóttir, hönnuður
  • Tónlistaratriði - Steindór Andersen, kvæðamaður
  • Nýsköpunarverðlaunin fyrir árið 2009 afhent - Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra

Vinsamlega tilkynnið þátttöku: Rannís, s. 515 5800, rannis@rannis.is Nýsköpunarmiðstöð, s. 522 9000, nmi@nmi.is Útflutningsráð, s. 511 4000, utflutningsrad@utflutningsrad.is

Birt:
4. mars 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýsköpunarþing og afhending nýsköpunarverðlauna“, Náttúran.is: 4. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/03/nyskopunarthing-og-afhending/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. mars 2009
breytt: 4. mars 2009

Skilaboð: