Hvernig umbreytum við orkustefnu heimsins?
Vestur-Íslendingurinn Dr. Oskar T. Sigvaldason, verður með fyrirlestur í boði Landsnefndar Íslands í Alþjóðaorkuráðinu (ICE-WEC), fimmtudaginn 7. maí kl. 16:00, í Orkugarði.
Oskar, sem er doktor í verkfræði, hefur verið áberandi í orkumálum Kanada og er m.a. starfandi sem stjórnarmaður “Electrical Safety Authority”, stofnunar sem annast rafmagnstengd öryggismál í Ontario fylki í Kanada. Einnig situr Oskar í ráðgjafanefnd Hatch Group, verkfræðifyritækis er sérhæfir sig á sviði orkumála. Oskar starfar þar að auki sem forstöðumaður Orkuráðs Kanada og hefur setið sem fulltrúi Norður-Ameríku í Rannsóknarnefnd Alþjóðaorkuráðsins (World Energy Council) frá árinu 2004. Hafa verkefni hans þar aðallega snúið að rannsókn á fyrirhuguðum orkustefnum stjórnvalda til ársins 2050.
Erindi Oskars ber heitið “Energy Policy: The Challenge of Transforming Global Energy Systems”. Orkuvandi heimsins hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Þótt vandinn sé margþættur, þá er tvennt sem stendur upp úr. Í fyrsta lagi, ört vaxandi orkuþörf heimsbyggðarinnar til að standa undir efnahagslegri og félagslegri þróun, og aukinni hagsæld á heimsvísu. Í öðru lagi, er brýn þörf á að draga stórlega úr og koma jafnvægi á útblástur gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið, sem aðalega má rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis.
Í fyrirlestri sínum mun Oskar varpa ljósi á þá vinnu sem unnin hefur verið af Alþjóðaorkuráðinu (World Energy Council) í þessum málaflokki. Þó sérstaklega fjallar hann um hnattræna rannsókn er sný r að orkustefnum stjórnvalda og hvernig stjórnvöld geta á sem bestan hátt markað orkustefnur sínar með lausn þessa vanda að leiðarljósi. Að lokum mun Oskar á gagnrýnin hátt skoða nokkrar fyrirhugaðar orkustefnur ýmissa landa, sem hafa að markmiði að umbreyta orkukerfum heimsins, þ.m.t. með breyttu orkuframboði, sem og notkunarhegðun neytenda. Sérstök áhersla er lögð á brýnar aðgerðir er varða breytta orkunotkun í samgöngum, bætta orkuný tni á þéttbýlum svæðum, og leiðir til að vinna og/eða birgja útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Að fyrirlestrinum loknum verða umræður og mun Oskar svara fyrirspurnum fundargesta.
Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki um orkumál og verður haldinn í Víðgelmi Orkugarðs, fimmtudaginn 7. maí nk., kl. 16:00.
Birt:
Tilvitnun:
Orkustofnun „Hvernig umbreytum við orkustefnu heimsins?“, Náttúran.is: 6. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/06/hvernig-umbreytum-vio-orkustefnu-heimsins/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.