Orkusjóður hefur veitt styrki til fjórtán verkefna. Eftirfarandi verkefni hlutu styrki:

  1. Alice á Íslandi, sem fær fjögurra millj. króna styrk til verkefnis sem beinist að því að nýta í fiskeldi fallorku vatns beint frá svo kölluðum jektorum í stað rafknúinnar rafdælu.
  2. Skógarráð ehf. fær styrk öðru sinni, upp á 2,5 millj. króna, vegna verkefnis sem snýst um að setja upp kyndistöð fyrir viðarkurl Í grunnskólanum á Hallormsstað.
  3. Nýsköpunarmiðstöð Íslands fær 2,5 millj. króna til að kanna hvort unnt sé og hagkvæmt að koma upp miðlægri varmadælu fyrir fjarverandi fjarvarmaveitu Vestmannaeyja og nýta sjóinn sem varmagjafa.
  4. Vistvæn orka ehf. fær 2,4 millj. til að þróa ljósbúnað fyrir lífviðtaka til að framleiða verðmætar afurðir úr smáþörungum.
  5. Þreskir ehf. fær 2,25 millj. króna til verkefnis sem gengur út á að nota varmaskipti, knúin heitu vatni, í stað olíubrennara við að þurrka korn.
  6. Hannibal fær 2 millj. króna í verkefni sem er ætlað að kanna hvort hagkvæmt sé að framleiða fljótandi eldsneyti með óbeinni gösun úr úrgangspappír og yrði jarðhitagufa nýtt beint í ferlinu.
  7. Íslenska lífmassafélagið fær 2 millj. króna til að ljúka athugun um að reisa hér tvær etanólverksmiðjur, sem framleiddu 30 milljón lítra af etanóli.
  8. Gunnar Á. Gunnarsson á Hýrumel fær 2 millj. króna vegna þróunar á nýjum aðferðum sem kunna að gefa færi á raforkuframleiðslu úr jarðhitavatni við lægra hitastig en áður hefur þekkst hér á landi.
  9. Haraldur Magnússon í Belgsholti fær 1,5 millj. króna til verk efnis sem felst í uppsetningu vindrafstöðvar á Belgsholti í Hvalfjarðarsveit.
  10. Íslensk Nýorka fær 1,2 millj. til verkefnis sem felst í að bera saman mismunandi eldsneytisnýtingu ýmissa tegunda vistvæns eldneytis.
  11. Framtíðarorka ehf. fær 1 millj. króna vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um orkulausnir framtíðar í samgöngum.
  12. Steingrímur Ólafsson fær 1 millj. króna til verkefnis sem felst í að taka saman á aðgengilegan hátt nýjustu upplýsingar um rafbíla og hvernig þeir henta á Íslandi.
  13. Sesseljuhús fær 500 þúsu. krónur til Orkugarðsins á Sólheimum, þar sem sett verður upp sýning um endurnýjanlega orkugjafa.
  14. Pétur Ó. Einarsson fær 250 þús. krónur til verkefnisins „Náttúran beisluð“ sem felst í að setja rafmagnsvél í stað dísilvélar í 28 feta skútu.
Birt:
11. júlí 2008
Höfundur:
S.dór
Uppruni:
Bændablaðið
Tilvitnun:
S.dór „Orkusjóður veitir styrki til 14 verkefna“, Náttúran.is: 11. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/13/orkusjoour-veitir-styrki-til-fjortan-verkefn/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. júlí 2008
breytt: 9. ágúst 2008

Skilaboð: