Umhverfisstofnun boðar til málstofu við upphaf átaks um eflingu Svansins á Íslandi en málstofan verður haldin fimmtudaginn 26. febrúar kl. 12:30-16:00 á Grand Hóteli í Reykjavík. Salur Gullteigur.

Umræðuefnið er hvernig auka megi eftirspurn og framboð Svansmerktrar vöru og þjónustu í samstarfi við helstu hagsmunaaðila merkisins.

Dagskrá:
12:30 Svanurinn hefur sig til flugs - Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar - Anne Marie Sparf, Umhverfisstofnun.
13:00 Að ná árangri með Svansmerkinu - Þorsteinn Ágústsson, Sólarræsting - Sigríður Ólafsdóttir, Farfuglaheimilið í Reykjavík - Sigurður Hólm Sigursson, Undri - Ólafur Haraldsson, Rekstrarvörur.
14:00 Kaffi og veitingar
14:15 Efling Svansins - tillögur Umhverfisstofnunar - Anner Maríe Sparf, Umhverfisstofnun
14:45 Svanurinn sem markaðstæki - Finnur Sveinsson, FSV ráðgjöf.
15:00 Pallborðsumræður - Anne Marie Sparf, Umhverfisstofnun - Finnur Sveinsson, FSV ráðgjöf - Guðrún Tryggvadóttir, Náttúran.is - Ólafur Stolzenwald, Hjá Guðjón Ó og Kristjana Pálsdóttir, Samkaupum.
16:00 Málstofu lýkur

Fundarstjóri er Sigurður Örn Guðleifsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

Skráning er til 24. febrúar á svanurinn@ust.is Nánari upplýsingar um málstofuna veitir Anne Maria Sparf, annemaria@ust.is.  

Nánar um Norræna umhverfismerkið Svaninn:

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta og áreiðanlegasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum, með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Í alþjóðlegri könnun á síðasta ári var Svanurinn álitinn  leiðandi meðal umhverfismerkja, en merkið gerir strangar kröfur um umhverfisáhrif, heilnæmi og gæði. Æ fleiri neytendur velja Svansmerkt og æ fleiri fyrirtæki Svansmerkja vörur sína og þjónustu - Vertu með!

Hægt er að fræðast meira um Svaninn á vefsvæði Umhverfisstofnunar eða svanurinn.is

Birt:
19. febrúar 2009
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ert þú í Svansmerkinu?“, Náttúran.is: 19. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/19/ert-thu-i-svansmerkinu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. febrúar 2009

Skilaboð: