DesignMarch 2010

Dagana 18. - 21. mars 2010 stendur Hönnunarmiðstöðin öðru sinni fyrir HönnunarMars. Markmiðið er að halda áfram því góða starfi sem farið var af stað með, þar sem grasrótin í hönnunarsamfélagi landsins stendur fyrir stærsta hluta dagskrárinnar.

Kynning á glæsilegri dagskrá HönnunarMars 2010 fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur nk. fimmtudag 11. mars kl. 20:00.

HönnunarMars er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum og hönnun þeirra hjá almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum. Íslenskir hönnuðir hafa verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarin ár sem sést í þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag.

Nú þegar hefur fjöldi erlendra blaðamanna boðað komu sína á HönnunarMars 2010. Erlendir fyrirlesarar, sem ættu að verða hönnunarsamfélaginu og öðrum innblástur, munu taka til máls í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar auk þess sem Norrænir kaupendur og framleiðendur hönnunar taka þátt í kaupstefnu sem Hönnunarmiðstöð stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið.

Sjá alla viðburði á HönnunarMars 2010.

Birt:
11. mars 2010
Höfundur:
Hönnunarmiðstöð
Tilvitnun:
Hönnunarmiðstöð „Blásið til HönnunarMars“, Náttúran.is: 11. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/11/blasio-til-honnunarmars/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: