Aðgerðir hér á landi í kjölfar svínainflúensu og staðfest tilfelli
Í gær hækkaði WHO viðbúnaðarstig sitt yfir á stig 4 og hér á landi var í kjölfarið viðbúnaðarstigið fært af óvissustigi og yfir á hættustig. Engar ferðatakmarkanir gilda aðrar en að fólki er ekki ráðlagt að fara til Mexikó að nauðsynjalausu.
Í kjölfarið hefur verið gripið til eftirfarandi aðgerða hér á landi
- Í gærkvöldi var haldinn samráðsfundur á Keflavíkurflugvelli þar sem upplýsingum var miðlað og ákvarðanataka fór fram. Fræðslufundur með starfsfólki var haldinný ar í morgun. Ekki verður gripið til innkomuskimunar þar sem fullvíst er talið að slík aðgerð þjóni litlum tilgangi. Í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur verið opnuð inflúenseumóttaka og er hún mönnuð heilbrigðisstarfsmönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ferðamenn geta leitað þangað hafi þeir inflúensulík einkenni.
- Upplýsingum hefur verið miðlað til heilbrigðisþjónustu og viðbragðsaðila. Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að senda sýni frá sjúklingum með inflúensulík einkenni til greiningar og leiðbeiningum um notkun veirulyfja hefur verið dreift.
- Stöðug vöktun er í gangi.
Staðfestar tölur tilfella benda til þess að útbreiðsla svínainflúensu um heiminn sé þegar umtalsverð. Ekkert annað ríki en Mexíkó hefur tilkynnt um dauðsföll eða alvarleg einkenni af völdum svínainflúensunnar.
Það er óhjákvæmilegt að margir farþegar sem koma til landsins frá Bandaríkjunum og Mexíkó muni leita læknis vegna ýmissa einkenna. Grunsamleg tilfelli byggjast á skoðun læknis og það er síðan staðfest með því að sýna fram á sýkingu á rannsóknarstofu. Lyfjameðferð er ákeðin af lækni sem skoðar sjúkling. Mikið ósamræmi er í sjúkdómsmynd svínainflúensunnar í Mexíkó miðað við önnur ríki.
Áfram verður starfað á hættustigi og unnið að undirbúningi frekari aðgerða.
Staðfest tilfelli í dag 29. april:
- 2 tilfelli á Spáni
- 2 tilfelli í Bretlandi
- 13 tilfelli í Kanada
- 1 tilfelli á Costa Rica
- 2 tilfelli í Ísrael
- 33 tilfelli í Mexikó
- 11 tilfelli á Nýja Sjálandi
- 64 tilfelli í Bandaríkjunum.
Samtals: 128 staðfest tilfelli
Frekari upplýsingar:
www.influensa.is
www.ecdc.eu
www.who.org
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Aðgerðir hér á landi í kjölfar svínainflúensu og staðfest tilfelli“, Náttúran.is: 29. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/29/aogeroir-her-landi-i-kjolfar-svinainfluensu-og-sta/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.