Fjölmiðlaumræða í kjölfar heimsóknnar Als Gore hingað til lands ber með sér að gagnrýnendur hans, þeir sem efast um loftslagsvísindin eða afneita niðurstöðum Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar; andstæðingar Kyoto-bókunarinnar, telja að reynt sé að þagga niður í þeim. Þeir séu fórnarlömb eins konar rétttrúnaðarhyggju. Þeirri niðurstöðu vísindasamfélagsins að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgæfandi líkur séu á að athafnir mannsin valdi mestu um; að þessar breytingar valdi hættulegum breytingum á vistkerfum jarðar.
 
Guðni Elísson, bókmenntafræðingur, skrifar athyglisverða grein í Lesók Morgunblaðsins í dag þar sem hann fjallar um hvort fjölmiðlasamfélagið hafi látið hugmyndina um jafnvægi í fréttaflutningi villa um fyrir sér í umræðunni um loftslagsvísindi? Hugmyndina um að fjölmiðlar láti bæði sjónarmið koma fram.
 
Hvað loftslagsvísindi varðar jafngildir hugmyndin því að sjónarmið þeirra sem telja að jörðin sé flöt eigi að koma fram í fjölmiðlum til jafns á við sjónarmið þeirra sem telja að hún sé hnöttótt. Með öðrum orðum, eiga fjölmiðla að hringja í talsmenn "Flat Earth Society" í hvert sinn sem hnattræn málefni ber á góma?
 
Sænski veðurfræðingurinn Pär Holmgren var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006. Sænska sjónvarpið hefur um árabil haldið úti mjög gagnlegum vef um loftslagsbreytingar. Sjá vefiinn og Pär Holmgrein hefur nýtt hann vel til að upplýsa landsmenn sína um loftslagsbreytingar. Auk þess hefur Pär margoft upplýst Svía um loftslagsbreytingar þegar hann segir landsmönnum sínum veðurfréttir í lok frétta.
 
Einnig má benda á loftslagsvef Dagens Nyheter, sjá  og sömuleiðis er vefur norska Aftenpostens mjög gagnlegur þeim sem vilja fræðast um loftslagsbreytingar. Sjá.
 
Fjölmiðlasamfélagið í Svíþjóð og Noregi hefur ekki brugðst. Á hinn bóginn hefur fjölmiðlasamfélagið í Bandaríkjunum kárlega brugðust. Á það benti Al Gore í fyrirlestri sínum s.l. þriðjudag. Grein Guðna í Lesbókinni er ítarleg úttekt á því hvernig fjölmiðlasamfélagið vestra hefur brugðist.
Birt:
12. apríl 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Uppruni:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Hefur fjölmiðlasamfélagið brugðist?“, Náttúran.is: 12. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/12/hefur-fjolmiolasamfelagio-brugoist/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: