Norræn nýsköpun í ferðaiðnaði
Nordic Tourism - Inspiration - Innovation - Destination
Iðnaðarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Norræna Nýsköpunarmiðstöðin, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, efna þann 28. apríl næstkomandi til norrænnar ráðstefnu á Ísafirði sem fengið hefur heitið Nordic Tourism. Ráðstefnustjóri er Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Á ráðstefnunni verður áhersla lögð á nýsköpun í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagserfiðleikum.
Fjölmargir fyrirlesarar munu koma og miðla af reynslu sinni. Aðalfyrirlesari er Jill Hellman - Chief Innovator for Thayer Lodging Group og mun hún fjalla um nýsköpun á tímum efnahagskreppu. Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að þróun áfangastaða og uppbyggingu í ferðaþjónustu mun verða til umræðu í fyrirlestrum Sigrúnar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri og Claus Rex Christensen frá VisitDenmark.
Myndin er af höll Samúels Jónssonar í Selárdal. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Norræn nýsköpun í ferðaiðnaði“, Náttúran.is: 3. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/03/nordic-tourism-isafiroi/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.