Í grein frá Beluga segir:

Beluga er umhverfis- og vottunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í umhverfismálum. M.a. er Beluga með nýjustu fréttir um umhverfismál, með mismunandi fréttagreinar á íslensku og ensku.

Markmið með stofnun Beluga er að fá sem flesta aðila, stóra sem smáa til að mynda sér virka og viðurkennda umhverfisstefnu og/eða byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi. Jafnframt mun Beluga taka að sér að sjá um mat á umhverfisáhrifum og umhverfisvöktun sem og að aðstoða sína viðskiptavini við að kynna sig og sínar stefnur á veraldarvefnum.

Íslendingar eru vel upplýstir og er því að mati forsvarsmanna Beluga tilvalið að koma á víðtækri umhverfisvakningu hérlendis enda eitt af markmiðunum með stofnun þess að Íslendingar verði leiðandi þjóðfélag í umhverfismálum og öðrum þjóðum til fyrirmyndar í þeim efnum. Hafa starfsmenn Beluga víðtæka þekkingu og fjölbreytta reynslu sem mun nýtast öðrum vel við þennan mjög svo spennandi málaflokk.

Nafnið Beluga eða hvíti hvalurinn (mjaldur) er heiti á hvalategund sem lifir á norðurhveli jarðar og á undir högg að sækja fyrst og fremst vegna mengunar af manna völdum. Fyrirtæki og stofnanir sem taka upp viðurkennda umhverfisstefnu og/eða móta sér viðurkennt umhverfisstjórnunarkerfi, fá rétt til að nota tilheyrandi merki sem sýnir að þau hafa staðist úttekt og kröfur Beluga. Jafnframt verða þau kynnt sérstaklega, meðal annars á heimasíðu Beluga.

Það má með sanni segja að höfuðstöðvar Beluga séu heimasíðan og hvetjum við áhugasama til að senda tölvupóst til beluga@beluga.is hafi þeir áhuga á að mynda sér umhverfisstefnu og/eða umhverfisstjórnunarkerfi og leggja þar með sitt lóð á vogarskálarnar.
Sjá vef Beluga.

Birt:
17. janúar 2007
Höfundur:
Beluga
Uppruni:
Beluga ehf
Tilvitnun:
Beluga „Umhverfis- og vottunarfyrirtækið Beluga“, Náttúran.is: 17. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/beluga/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 1. maí 2007

Skilaboð: