Frá og með 18. júlí stendur Saving Iceland fyrir baráttuaðgerðum gegn iðnspillingu svæða sem teljast til síðustu óspilltu öræfa Evrópu og hvetur þig til að taka þátt í beinum aðgerðum gegn stóriðju. Í tilkynningu frá samtökunum segir:

Baráttan hingað til
Baráttan til varnar stærstu óspilltu öræfum Evrópu stendur enn. Síðustu fjögur sumur hafa mótmælabúðir Saving Iceland gripið til aðgerða gegnframkvæmdum á álverum, risavirkjunum og jarðvarmavirkjunum.

Í ljósi þeirrar hrikalegu eyðileggingar sem orðið hefur á Kárahnjúkum og Hengilssvæðinu er kominn tími til að gera endanlega út af við orkunýtingaráætlun stjórnvalda og stórfyrirtækja sem gerir ráð fyrir að allar helstu jökulár landsins verði virkjaðar, öll háhitasvæði verði nýtt til hins þtrasta og að bygging álvera, olíuvinnslustöðva og kísilverksmiðja geti orðið að veruleika, ásamt gífurlegri aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda.

Ástandið í dag
Þrátt fyrir vaxandi bjartsýni frá lokum hinnar svokölluðu búsáhaldabyltingar, þar sem mótmæli og beinar aðgerðir skiluðu sér í falli ríkisstjórnarinnar og leiddu til þess að umræðan um stóriðju og stórframkvæmdir varð á ný heyrileg á vettvangi stjórnmálanna, er orrustunni engan veginn lokið.

Mikið fall á heimsmarkaðsverði á áli og hin alþjóðlega fjármálakreppa hafa sett mark sitt á álfyrirtæki og verkefni tengd stóriðju á Íslandi: áætlanir um byggingu álvera, risavirkjanna eða jarðvarmavirkjanna hafa í mörgum tilvikum verið saltaðar eða þeim hafnað algjörlega. Þó að enn sé langt þar til hægt verður að lýsa yfir sigri á stóriðjumaskínunni, sýna hin mþmörgu ný legu dæmi um andóf hversu djúp áhrif Saving Iceland hefur haft á grasrótina og stjórnmálalandslagið. Breytingar á þingi
Nýafstaðnar kosningar eru mikið áfall fyrir íslensku umhverfisbaráttuna, þar sem sjá mátti Vinstri-græna bola Kolbrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra úr ráðherrastóli fyrir að vera of einlægur umhverfisverndarsinni. Sú ríkisstjórn sem nú heldur um taumana er tvíefld stóriðjustjórn sem þykist nú hvorki lengur vera „græn“ né á nokkurn hátt „til vinstri“. Að auki hafa íslensk orkufyrirtæki þegar hafið viðræður um uppbyggingu annarra tegunda iðnaðar fyrir norðan, þar sem einhverjir stjórnmálamenn höfðu útilokað nýtt álver.

Vaknandi meðvitund

Áralöng vinna Saving Iceland við að veita hugmyndum og aðferðum beinna aðgerða og anarkisma inn í þjóðfélagið, ásamt stigmögnuðum áhuga á róttækum aðferðum eftir fall ríkisstjórnarinnar, hefur skilað sér í sívaxandi samfélagi róttækra aðgerðasinna og anarkista á Íslandi.

Á síðustu mánuðum hefur hústökufólk tvívegis haldið uppi félagsrými og varið það fyrir lögreglu, aðgerðir í þágu málefna flóttafólks og hælisleitenda hafa verið áberandi, Food Not Bombs (frír matur, unninn úr afgöngum offramleiðslu) á sér stað í hverri viku á Lækjartorgi og aðgerðum eins og hinum fjóru grænu skyrárásum síðustu tvo mánuði hefur verið beint gegn stjórnmálamönnum og óvinum náttúrunnar.

Sameinaðir kraftar sífellt sífellt stækkandi hóps róttæklinga og Saving Iceland munu ala af sér spennandi sumar, fullt af aðgerðum!

Aðgerðir sumarsins
Bygging álversins í Helguvík sem Saving Iceland tók fyrir síðasta sumar og stöðvaði vinnu við í heilan dag eftir að 40 aðgerðasinnar réðust inn á svæðið, er enn í gangi. Það magn raforku sem þarf til að knýja álverið mun leiða til átta nýrra raforkuvirkjanna. Að minnsta kosti sjö þeirra munu verða jarðvarmavirkjanir staðsettar á Reykjanesskaga og Hellisheiði, sem var einnig skotspónn Saving Iceland síðasta sumar í aðgerð þar sem vinnsla við borholu var stöðvuð. Ein jarðvarmavirkjananna sjö sem er ætlað að knýja álver Century gæti verið í Bitru, nálægt Hengli, þar sem andstaða ýmissra aðila kom í veg fyrir framkvæmdir síðasta vetur. Áttunda virkjunin verður sennilega risavirkjun í Þjórsá.

Sú eyðilegging viðkvæmra og einstakra lífríkja sem byggingaframkvæmdir og mergð tilraunaborhola á eftir að hafa í för með sér á Reykjanesskaganum æpir á beinar aðgerðir í sumar!

Saving Iceland hvetur þig til að taka þátt!

Fylgjast má reglulega með vefsíðu Saving Iceland savingiceland.org þar sem þú getur aflað þér frekari upplýsinga eða hafðu samband á savingiceland@riseup.net.
Birt:
17. júní 2009
Höfundur:
Saving Iceland
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Saving Iceland kallar á aðgerðir í sumar“, Náttúran.is: 17. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/17/saving-iceland-kallar-aogeroir-i-sumar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: