Umhverfisráðherra: Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana
Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi.
Sjá frétt visir.is.
Sjá hér (á pdf) skýrslu umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur til Alþingis um umhverfismál.
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja sérstaklega vekja athygli á eftirfarandi kafla í skýrslunni:
Hvað náttúruvernd og auðlindir varðar er ítrekuð nauðsyn þess að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða og auðlinda. Á undanförnum árum hafi Íslendingar deilt harkalega um vernd og nýtingu náttúru landsins og að nú sé tímabært að rétta hlut náttúru- og umhverfisverndar sem farið hafi halloka gagnvart hagsmunum stóriðju. Lögð er áhersla á að sérstæð náttúra sé auðlind sem geti skapað þjóðinni mun meiri varanleg vermæti en önnur landnýting ef rétt sé á haldið. Þannig sé náttúruvernd ein tegund landnýtingar sem þurfi að fá aukið vægi.
Virkt lýðræði og almenningsfræðsla eru nauðsynlegar undirstöður öflugrar umhverfisverndar. Réttur almennings til að nálgast upplýsingar hefur verið bættur en enn vantar talsvert á að nýttir séu kostir virkrar þátttöku almennings og félagasamtaka við undirbúning ákvarðana í umhverfismálum. Á kjörtímabilinu hyggst umhverfisráðherra m.a. leggja áherslu á að fullgilda Árósasamninginn, efla samstarf við sveitarfélög og félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og auka almenningsfræðslu og framboð kennsluefnis um umhverfismál fyrir grunn- og framhaldsskóla.
Sjá frétt visir.is.
Sjá hér (á pdf) skýrslu umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur til Alþingis um umhverfismál.
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja sérstaklega vekja athygli á eftirfarandi kafla í skýrslunni:
Hvað náttúruvernd og auðlindir varðar er ítrekuð nauðsyn þess að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða og auðlinda. Á undanförnum árum hafi Íslendingar deilt harkalega um vernd og nýtingu náttúru landsins og að nú sé tímabært að rétta hlut náttúru- og umhverfisverndar sem farið hafi halloka gagnvart hagsmunum stóriðju. Lögð er áhersla á að sérstæð náttúra sé auðlind sem geti skapað þjóðinni mun meiri varanleg vermæti en önnur landnýting ef rétt sé á haldið. Þannig sé náttúruvernd ein tegund landnýtingar sem þurfi að fá aukið vægi.
Virkt lýðræði og almenningsfræðsla eru nauðsynlegar undirstöður öflugrar umhverfisverndar. Réttur almennings til að nálgast upplýsingar hefur verið bættur en enn vantar talsvert á að nýttir séu kostir virkrar þátttöku almennings og félagasamtaka við undirbúning ákvarðana í umhverfismálum. Á kjörtímabilinu hyggst umhverfisráðherra m.a. leggja áherslu á að fullgilda Árósasamninginn, efla samstarf við sveitarfélög og félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og auka almenningsfræðslu og framboð kennsluefnis um umhverfismál fyrir grunn- og framhaldsskóla.
Birt:
10. september 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisráðherra: Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana“, Náttúran.is: 10. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/10/umhverfisraoherra-aldrei-eins-nauosynlegt-og-nu-ao/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. september 2008