Jónína Bjartmarz, hinn ný ji umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, lýstu því bæði yfir í dag að þau vilji stækka friðland Þjórsárvera og hætta við gerð Norðlingaölduveitu. Ástæðan sem Guðni nefnir er sú að mikilvægt sé að skapa samstöðu um náttúruna og að nauðsynlegt sé fyrir Framsóknarflokkinn að endurskoða stefnuna í stóriðju- og umhverfismálum.
Ummæli ráðherranna fylgja í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær þar sem hluti úrskurðar Jóns Kristjánssonar setts umhverfisráðherra (frá 30.01.2003) er felld úr gildi og umhverfismat úrskurðað nauðsynlegt áður en framkvæmdir við set- og miðlunarlón norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórsárlón geta hafist.

Í sama úrskurði var íslenska ríkið og Landsvrikjun þó sýknuð af kröfum fjölda einstaklinga og Áhugahópi um Þjórsárver þar sem farið var fram á að úrskurðurinn verði felldur úr gildi í heild sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landsvirkjun voru dæmd til að greiða stefnendum 1,5 millj. króna í málskosnað auk virðisaukaskatts. Samhliða því að ráðherrrarnir sýna nú áhuga á að hætta alfarið við framkvæmdirnar íhugar Landsvirkjun að áfrþja þeim hluta úrskurðar Héraðsdóms til Hæstaréttar er var fyrirtækinu óhagstætt. Landsvirkjun stendur því frammi fyrir því að annað hvoru ráðast nú þegar í að mat á umhverfisáhrifum verði sett í gang, eða áfrþja og bíða úrskurðar Hæstaréttar.

Birt:
28. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „2 ráðherrar tala fyrir stefnubreytingu í stóriðju- og umhverfismálum“, Náttúran.is: 28. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/stefnubr/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: