Prófessor Donald Miller heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Norræna hússins og Skipulagsfræðingafélags Íslands.

Donald Miller hefur um langt skeið rannsakað hvernig nýta má borgarskipulag til að auka lífsgæði og stuðla að sjálfbærni þéttbýlissvæða. Hann hefur einnig skoðað hvernig leggja má mat á réttlæti í tengslum við umhverfismál sem og þróun mælikvarða á sjálfbærni og hvernig nýta má þá við skipulag þéttbýlissvæða.

Í erindinu mun Donald Miller m.a. fjalla um notkun mælikvarða á sjálfbærni í verkefninu Sjálfbær Seattle og stefnu hins opinbera í Washingtonfylki um sjálfbæra þróun, einkum í tengslum við vöxt þéttbýlissvæð. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, verður haldinn Norræna húsinu föstudaginn 27. apríl kl. 12:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Donald Miller er prófessor í skipulagsfræði við University of Washington í Seattle. Hann er einn af stofnendum International urban planning and environment association, sem hefur staðið fyrir alþjóðlegum ráðstefnum m.a. í Kína og Ástralíu, og hefur hann verið virkur sem höfundur og ritstjóri á fræðasviði sínu.

Birt:
25. apríl 2012
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Opinn fyrirlestur um sjálfbært borgarskipulag“, Náttúran.is: 25. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/25/opinn-fyrirlestur-um-sjalfbaert-borgarskipulag/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: