Lífrænt páskalamb frá Brekkulæk 2009
Það styttist í páska og kannski hefur þú áhuga á lífrænt vottuðum lambahrygg í páskasteikina? Að Brekkulæk í Miðfirði er rekið lífrænt saufjárbú sem býður nú heila skrokka, niðursagaða að þínum óskum. Kjötið er sent með Landflutningum til Reykjavíkur eða annara áfangastaða. Viðtakandi borgar flutninginn. Reikningur fyrir kjötið fylgir inni í kassanum með öllum upplýsingum um bankareikning.
- Frampartur og hryggur á 883 kr/kg með vsk.
- Frampartur á 802 kr/kg með vsk (frampartur er ca. 8 kg).
- Hryggur einn sér á 1.284 kr/kg með vsk (hryggur er ca. 3 kg).
- Slög á 428 kr/kg með vsk, tilvalið í kæfu!
Brekkulækur í Miðfirði hefur fengið lífræna vottun fyrir lambakjöt frá vottunarstofunni TÚN ehf. síðan 2002. Sjá hér á Grænum síðum hvar Brekkulækur er staðsettur á landinu. Fyrirspurnir og pantandir í síma: 451 2977 eða á rik@simnet.is. Gott að gefa upp símanúmer og heimilisfang í pöntun á kjötinu!
Þetta skemmtilega myndband fylgdi með í tilkynningunni frá Brekkulæk, með góðum kveðjum frá Friðriki og Henrike en þau taka skýrt fram að myndin sé ekki tekin á þeirra bæ.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt páskalamb frá Brekkulæk 2009“, Náttúran.is: 20. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/20/lifraent-paskalamb-fra-brekkulaek/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. október 2009