Þóðfélagsþegnum sem saman koma á Austurvelli fjölgar verulega á milli vikna en í dag voru a.m.k. 6-7 þúsund manns samankomnir á vellinum, til að mótmæla ekki bara kreppunni sem slíkri heldur ráðamönnum og öðrum embættismönnum sem ábyrgir eru fyrir efnahagslegu hruni þjóðarinnar og úrræðaleysi þeirra nú.

Á laugardagseftirmiðdögum eftir komu kreppu kerlingar hefur reglulega verið boðað til friðsamlegra funda til að sýna ráðamönnum að þjóðin stendur „ekki“´að baki þeim lengur. Alþingishúsið var grþtt eggjum og öðru ætilegu á síðasta laugardag en í dag var húsið skreytt klósettpappírsrúllum og alls kyns skiltum og skilaboðum s.s. „Geir! skrþllinn hefur síðasta orðið“ og legsteinn um lþðveldið, hvítur kross á svörtum grunni með áletruðum ártölunum 1944-2008. Að ógleymdum Geirsvínsbolunum sem flaggað er á hverjum fundi.

Það er í raun einungis langlundargeð Íslendinga sem gerir það að verkum að stjórnin hafi ekki fyrir löngu lýst yfir getuleysi sínu og viðurkennt mistök sín. Þess vegna fagna allir þeir sem ekki sætta sig við að hafa verið rændir eignum sínum og settir í áralanga þegnskylduvinnu og rúnir mikilvægu stolti af þjóðerni sínu því að loks sé þjóðin að fá nóg.

Þeir sem vilja skrá sig fyrir því að krafa verði gerð um að efnt verði til kosninga fari á kjósa.is sem er framtak þeirra einstaklinga sem skrá sig, óháð flokkum og samtökum. Lifi Ísland!

Birt:
15. nóvember 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Þúsundunum fjölgar á Austurvelli“, Náttúran.is: 15. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/15/thusindunum-fjolgar-austurvelli/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: