Umhverfishátíð í Osló
Oslóborg kynnir með stolti umhverfishátíð sína sem hefst á Alþjóðadegi umhverfisins 5. júní og stendur til 10. júní. Hátíðin á að vekja atygli almennings á umhverfi sínu og vandamálum sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga og kynna hversu auðvelt er að leggja sitt af mörkum og lifa á umhverfisvænni hátt.
Dagskráin er afar fjölbreytileg og samanstendur af ólíkum áhugaverður viðburðum svo og skrúðgöngum, lífrænum morgunverði á ráðhústorginu, göngutúrum, sýningum, ráðstefnum, fyrirlestrum, námskeiðum svo eitthvað sé nefnt.
Það er Grønn Hverdag sem skipuleggur hátíðina ásamt Oslóborg og er þetta í 9. skipti í ár sem hátíðin er haldin.
Alþjóðadagur umhverfisins er haldin hátíðlegur í um 100 löndum um heim allan og hefur verið haldin hátíðlegur síðan árið 1972 þegar Sameinuðuþjóðirnar ákváðu að 5. júní yrði helgaður umhverfisvernd, sama ár settu Sþ á laggirnar umhverfisverkefni sitt UNEP. Markmið dagsins er auka vitneskju og áhuga almennings um umhverfismál.
Þema dagsins í ár er ”Melting Ice – A Hot Topic?” eða „Bráðnandi ís – heitt umræðuefni?“
sjá heimasíðu hátíðarinnar
sjá heimasíðu Grønn Hverdag
sjá heimasíðu Alþjóðadags umhverfisins
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Umhverfishátíð í Osló“, Náttúran.is: 2. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/02/umhverfisht-osl/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.