Moltuframleiðsla komin í gang á Sauðárkróki
Í nóvember sl. var Moltuverksmiðja Jarðgerðar ehf. á Sauðárkróki formlega tekin í notkun, en bygging hennar hófst í byrjun ársins 2007. Það eru fimm aðilar sem standa að verksmiðjunni. Afurðastöð Kaupfélagsins, Fish Seafood, Steinullarverksmiðjan, Sveitarfélagið Skagafjörður og ÓK gámaþjónusta. Ágúst Andrésson, forstöðumað Afurðastöðvarinnar, sagði að starfsemin hefði farið ágætlega af stað og afurðin lofaði góð. Þetta hefði í raun farið hægt í gang og menn verið að þreifa sig áfram því ekki væru neinar fyrirmyndir að þessu hérlendis. Ágúst segir að þetta breyti talsverðu rekstrarlega fyrir afurðastöðina því nú fari obbinn af öllum lífrænum úrgangi frá fyrirtækinu, sem ekki er hægt að nota í loðdyrafóður, í jarðgerðina, en auk þess fer bæði fisk- og steinullarúrgangur ásamt fleiru í jarðgerðina.
Framleiðsluferli moltu hefst með því að öllu efninu sem í hana á að fara er blandað saman og sett í stóra tromlu þar sem hitastig fer í 70 gráður. Þar mallar þetta í 10-14 daga og fer síðan með snigli út úr húsinu þar sem efnið þarf að standa í 2-3 mánuði áður en hægt er að nota það sem áburð eða við uppgræðslu á lóðum í þéttbýli. Raunar eru talsverðt ströng skilyrði um flokkun sláturúrgangs sem má fara í moltugerðina en það er þó tiltölulega lítill hluti af úrgangi sauðfjár sem verður að eyða háhitabrennslu í framtíðinni, að sögn Ágústs.
Grein úr Bændablaðinu 2.tbl.08. Mynd og frétt: ÖÞ:Birt:
Tilvitnun:
Bændablaðið „Moltuframleiðsla komin í gang á Sauðárkróki“, Náttúran.is: 29. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/29/moltuframleiosla-komin-i-gang/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.