Umhverfisvænir sportbílar
Nú hefur Ferrari fundið uppá nýjung sem á að sameina sportbíla og umhverfisvernd. Eins og flestir vita er það ekki beint umhverfisvænt að ferðast um á 400 hestafla tryllitæki. Margir bílaframleiðendur hafa þó áttað sig á því að umhverfisvernd hefur orðið áberandi á undanförnum árum og hefur Ferrari ákveðið að bætast í hóp grænna bíla.
Ferrari hefur kynnt til sögunnar nýjan umhverfisvænan sportbíl, FXX Millechili, sem þýðir þúsund kíló á ítölsku. Millechili er enn á hugmyndastigi en ljóst er að bíllinn mun kynna margar sniðugar nýjungar til sögunnar. Bíllinn er enn á þróunarstigi en óvíst er hvenær slíkir bílar verða komnir á götuna. Líklegast er að það verði í kringum 2012.
Ferrari hefur kynnt til sögunnar nýjan umhverfisvænan sportbíl, FXX Millechili, sem þýðir þúsund kíló á ítölsku. Millechili er enn á hugmyndastigi en ljóst er að bíllinn mun kynna margar sniðugar nýjungar til sögunnar. Bíllinn er enn á þróunarstigi en óvíst er hvenær slíkir bílar verða komnir á götuna. Líklegast er að það verði í kringum 2012.
Bíllinn virðist við fyrstu sýn vera eftirlíking af Enzo-bifreiðinni en þó er margt ólíkt við þennan tiltekna hugmyndabíl.
Millechili er um 300 kílóum léttari og einnig næstum metra styttri.
Yfirmenn Ferrari segja tækninýjungar hugmyndabílsins mega rekja til Formúlu 1 kappakstursbílsins.
Meðal þeirra nýjunga í Millechili bílnum eru:
- Léttari bíll
- Skilvirkari gírkassi
- Nýtt rafkerfi
- Lítil göt á undirvagni bílsins, um 20 millímetrar að þvermáli hvert, sem opnast og lokast eftir þörfum. Þannig er dregið úr loftmótstöðu til að auka hraða, sparneytni eða til að aðstoða við hemlun. Þannig er hægt að minnka bremsukerfi bílsins, bæði að stærð og þyngd.
Ferrari vonast til að skapa umhverfisvænan sportbíl - eða að minnsta kosti umhverfisvænni.
Frétt tekin úr Blaðinu, þann 23. júní 2007.
Mynd tekin af News.windingroad
Birt:
26. júní 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Umhverfisvænir sportbílar“, Náttúran.is: 26. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/umhverfisvnir-sportblar/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.