Nýr vettvangur fyrir útikennslu í fæðingu
Nýlega var vefnum utinam.is settur í loftið en tilgangur vefsins er að safna saman upplýsingum um hvað er í boði á sviði útináms á landinu og byggja upp vettvang fyrir skoðanaskipti um útinám og útikennslu. Um þessar mundir er verið að leita til skóla um upplýsingar um það sem er í boði í hverjum skóla fyrir sig.
SNÚ - Samtök náttúru- og útiskóla standa að vefnum en samtökin voru stofnuð fyrir einu og hálfu ári síðan í þeim tilgangi að vinna að eflingu náttúru- og útináms á Íslandi og stuðla að aukinni umræðu um útinám og útikennslu í samfélaginu.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því:
- Að vera í forustu fyrir þróun útináms á Íslandi.
- Að vera sameiginlegur vettvangur útikennsluaðila.
- Að vera tengiliður milli útikennsluaðila og stjórnvalda
- Að vera tengiliður erlendra samskipta á Íslandi á sviði útináms og útikennslu.
- Að byggja upp vettvang fyrir skoðanaskipti um útinám og útikennslu.
- Að sameina krafta útikennsluaðila á Íslandi og styrkja þannig markvisst samstarf þeirra.
Mynd: Drengir í fjöruferð. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
4. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýr vettvangur fyrir útikennslu í fæðingu“, Náttúran.is: 4. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/03/nyr-vettvangur-fyrir-utikennslu-i-faeoingu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. febrúar 2009
breytt: 4. febrúar 2009