Hvað er heilun?
Kristján Viðar Haraldsson heldur fyrirlestur í Manni lifandi Borgartúni 24, fimmtudaginn 28. okt. kl: 17:30 - 19:00 í Borgartúni 24. Fjallað verður um uppbyggingu orkukerfis mannsins
og hvernig við getum haft áhrif á það á meðvitaðan hátt.
Kristján Viðar mun varpa ljósi á marga þætti varðandi þetta áhugaverða viðfangsefni.
- Leitar þú að jafnvægi, andlegu og/eða líkamlegu?
- Ertu að lenda í sömu vandamálunum aftur og aftur?
- Ef svarið er já, þá getur heilun hugsanlega gert eitthvað fyrir þig?
- Hver eru tengslin milli sálrænna, líkamlegra og orkulegra þátta og hvernig getur sú þekking hjálpað þér til að líða betur?
- Gerðar verða æfingar sem hjálpa þér að komast í betra
- samband við þitt eigið orkukerfi.
Kristján Viðar Haraldsson er með diploma og bachelor gráðu í Brennan heilunartækni frá Barbara Brennan School of Healing sem er einn elsti og virtasti heilunarskóli heims. Auk þess er hann með Bachelor gráðu í sálarfræði frá Háskóla Íslands, og með margra ára reynslu sem ráðgjafi og íþróttaþjálfari.
Skráning hjá: gg@madurlifandi.is.
Sjá nánar um námskeið og fyrirlestra hjá Manni lifandi á vef Manns lifandi.
Birt:
Tilvitnun:
Maður lifandi „Hvað er heilun?“, Náttúran.is: 26. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/26/hvao-er-heilun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.