Svefnskortur, ein af ástæðum offitu barna?
Að háma í sig kökur og sætindi er ekki eina ástæða þess að börn fitna. Samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í nóvember útgáfu tímaritsins Pediatrics, eru börn sem ekki fá nægan svefn í sérstaklega mikilli hættu á að verða of feit.
Rannsóknin fólst í því að skoða tengsl á milli lengd svefns og hættu á yfirþyngd barna í þriðja til sjötta bekk. Rannsóknarmenn við háskólann í Michigan uppgötvuðu að börn sem fengu minna en 9 klukkustunda svefn hvern dag væru líklegri til að þjást af yfirþyngd. Í því sambandi skiptir heldur ekki máli hvers kyns eða kyný átta börnin eru og það skiptir heldur ekki máli hvernig lífgsæði barnanna eru.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru sjöttubekkingar sem sofa minna líklegri til að verða of þungir, á meðan þriðjubekkingar sem fá minni svefn, sama hvernig líkamsmassastuðullinn (BMI) er, eru líklegri til að bæta á sig kílóum í sjötta bekk. "Mörg börn fá ekki nægan svefn og svefnskorturinn gerir börnin ekki aðeins mislynd heldur verður einbeitingin minni í skóla," segir stjórnandi rannsóknarinnar Julie C. Lumeng.
Rannsóknin sýnir einnig fram á það að fyrir hvern auka klukkutíma af svefn sjöttubekkinga verða líkurnar á yfirþyngd 20% minni. Hver auka klukkutími af svefn þriðjubekkinga minnkar líkur á yfirþyngd í sjötta bekk um 40%.
"Svefn getur haft áhrif á hegðun barna. Börn sem eru úthvíldari eru líklegri til að hreyfa sig meira. Einnig eru þau líklegri til að fara út að leika sér í staðinn fyrir að liggja uppí sófa horfandi á sjónvarpið. Börn sem eru þreytt eiga auðvelt með að verða pirruð og mislynd og gætu notað mat til að jafna út skapið, " segir Lumeng.
Samkvæmt The National Sleep Foundation, eiga börn að sofa:
Rannsóknin fólst í því að skoða tengsl á milli lengd svefns og hættu á yfirþyngd barna í þriðja til sjötta bekk. Rannsóknarmenn við háskólann í Michigan uppgötvuðu að börn sem fengu minna en 9 klukkustunda svefn hvern dag væru líklegri til að þjást af yfirþyngd. Í því sambandi skiptir heldur ekki máli hvers kyns eða kyný átta börnin eru og það skiptir heldur ekki máli hvernig lífgsæði barnanna eru.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru sjöttubekkingar sem sofa minna líklegri til að verða of þungir, á meðan þriðjubekkingar sem fá minni svefn, sama hvernig líkamsmassastuðullinn (BMI) er, eru líklegri til að bæta á sig kílóum í sjötta bekk. "Mörg börn fá ekki nægan svefn og svefnskorturinn gerir börnin ekki aðeins mislynd heldur verður einbeitingin minni í skóla," segir stjórnandi rannsóknarinnar Julie C. Lumeng.
Rannsóknin sýnir einnig fram á það að fyrir hvern auka klukkutíma af svefn sjöttubekkinga verða líkurnar á yfirþyngd 20% minni. Hver auka klukkutími af svefn þriðjubekkinga minnkar líkur á yfirþyngd í sjötta bekk um 40%.
"Svefn getur haft áhrif á hegðun barna. Börn sem eru úthvíldari eru líklegri til að hreyfa sig meira. Einnig eru þau líklegri til að fara út að leika sér í staðinn fyrir að liggja uppí sófa horfandi á sjónvarpið. Börn sem eru þreytt eiga auðvelt með að verða pirruð og mislynd og gætu notað mat til að jafna út skapið, " segir Lumeng.
Samkvæmt The National Sleep Foundation, eiga börn að sofa:
- 11-13 klukkutíma (leikskólabörn)
- 10-12 klukkutíma (grunnskólabörn)
- 9-11 klukkutíma (krakkar sem nálgast unglingsárin)
- 8 1/2 - 9 klukkutíma (unglingar)
Birt:
9. nóvember 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Svefnskortur, ein af ástæðum offitu barna?“, Náttúran.is: 9. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/09/svefnskortur-ein-af-stum-offitu-barna/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.