Í auglýsingu frá Framtíðarlandinu segir:
-
Piparkökur Framtíðarlandsins eru hin fullkomna jólakveðja í ár! Kökurnar eru lífrænar og ljúffengar og fallegt jólaskraut. Þær eru skemmtileg smágjöf eða þakklætisvottur til vina, samstarfsmanna, fjölskyldumeðlima og gestgjafa í jólaboðum.
-
Piparkökurnar eru nú loksins komnar í sölu og kosta 500 krónur. Þær fást fyrst um sinn aðeins hjá Sigfúsi bakara í Brauðhúsinu í Grímsbæ (opið alla daga frá 10-18) og á skrifstofu Framtíðarlandsins að Óðinsgötu 7 (alla virka daga frá 9-16).

Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir kökurnar með reiðufé eða með millifærslu. Þeir sem vilja kaupa kökurnar á Óðinsgötu geta sent kvittun fyrir millifærslu á reikning Framtíðarlandsins (reikningur 526-26-1430, kennitala 550606-1430) á netfangið framtidarlandid@internet.is
-
Við getum þakkað Sigfúsi bakara og öllum hinum félagsmönnunum, sem lögðust á eitt við hönnun, bakstur og fleira, að þessi skemmtilega hugmynd varð að veruleika. Við hvetjum ykkur, kæru félagsmenn, til að kaupa nokkur stykki til að selja áfram. Þegar líður á aðventuna verða kökurnar vonandi seldar víðar, t.d. í einhverjum búðum í miðborginni.
-
Framtíðarlandsfélagar utan höfuðborgararinnar sem hafa áhuga á að selja kökur eða gefa setji sig í samband með því að skrifa á framtidarlandid@internet.is með nafni og síma og í sameiningu ættum við að geta fundið leið til að koma slatta af kökum til ykkar.
-
Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til að fjármagna starfsemi Framtíðarlandsins.
Hönnun: Rósa Hrund Kristjánsdóttir

 

Birt:
9. desember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænar piparkökur Framtíðarlandsins“, Náttúran.is: 9. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/piparkokur_framtidlands/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: