Nú á dögunum kom til landsins ný r plötuskrifari hjá Guðjóni Ó. Um er að ræða byltingu í forvinnslu í prentiðnaði, þar sem stafrænar upplýsingar rata beint á prentplötuna. Þar sem filma dettur út minnkar notkun spilliefna og tækið er undir það búið að vinna svokallaða þurrplötu. Hönnun á henni gengur vel og reiknað er með þurrplata verði allsráðin hér á landi á næstu árum. Þessi nýja prentvinnslutækni skilar sér einnig í auknum gæðum og meira verkflæði. Vistvæn stefna er leiðandi hjá prentsmiðjunni hjá Guðjóni Ó. og hefur verið síðan árið 2000 þegar fyrst var sótt um Norræna Umhverfismerkið Svaninn.

Í skilyrðum Svansins eru gerðar kröfur sem ná til allra þátta prentunarinnar. Þar sem umhverfisáhrif af pappírsframleiðslu eru veruleg eru gerðar strangar kröfur um að pappírinn sem notaður er í Svansmerkt prentverk sé umhverfismerktur eða standist þær kröfur sem Svanurinn gerir til pappírsins. Prentsmiðjunni hefur tekist að minnka um nær helming notkun á isopropanoli við prentun, pappírsnýting hefur aukist verulega, en þessar aðgerðir leiða auðvitað til sparnaðar og eru því til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Prentsmiðjan notar eingöngu jurtaliti við prentun á Svansmerktum vörum og og að stórum hluta þvottaefni sem innihalda jurtaolíur í stað lífrænna leysiefna, en það hefur í för með sér auk minnkaðs álags á umhverfið, mun heilnæmara starfsumhverfi fyrir starfsmenn, þar sem lífræn leysiefni hafa skaðleg áhrif á taugakerfi manna.
Sjá nánar um „Svaninn“ á vef Umhverfisstofnunar.

 

Birt:
14. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýjung í prentiðnaði - hjá Guðjóni Ó“, Náttúran.is: 14. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/nyjung_prent/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 17. ágúst 2008

Skilaboð: