Viljum við útivisarsvæði eða Iðnaðarhverfi?

Þessari spurningu er varpað fram á nýjum vef hengill.nu sem gerður hefur verið sérstaklega til að benda á að við höfum eithvað að segja um Hengilssvæðið og að frestur til að gera athugasemdir við virkjanaáætlanir Bitruvirkjun við Ölkelduháls rennur út þ. 9. nóvember nk.

Í inngangstexta á vefnum segir:

VIÐ SPYRJUM OKKUR...

  • Hvað þarf til að stöðva svona framkvæmd? Virkjunarsvæðið er skilgreint á náttúruminjaskrá. Svæðið er ennfremur skipulagt sem útivistarsvæði á aðalskipulagi Ölfuss staðfest af umhverfisráðherra í janúar 2005. Nægir þetta virkilega ekki???
  • Hvernig má það vera að litlu sveitarfélagi sé heilmilt að þiggja greiðslu og þjónustu frá framkvæmdaraðilanum (sjá grein Stefáns Erlendssonar) þegar taka á ákvarðanir í svona mikilvægum málum sem í raun snerta alla þjóðina?
  • Hvers vegna er umhverfismatið framkvæmt og kostað af Orkuveitu Reykjavíkur,
    sem einnig er framkvæmdaraðili virkjananna, en ekki af óháðum aðila?
  • Hlþtur ekki eitthvað að vera athugavert við reglur um tilkynningaskyldun þegar
    mæta aðeins tveir og sjö manns á kynningarfundi um umhverfismat?
Sjá frétt um kynningu Orkuveitu Reykjavíkur á Bitru- og Hverahlíðarvirkjun þ. 4. október sl.
Myndin er af mastursfæti á einu af ótal möstrum sem fyrir eru á Hellisheiði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
28. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framtíð Hengilssvæðisins“, Náttúran.is: 28. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/28/framt-hengilssvisins/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. nóvember 2007

Skilaboð: