Fimmtudaginn 14. júní kl. 20:00 mun Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur verða með leiki og fræðslu í Grasagarðinum fyrir 8 – 12 ára börn og foreldra þeirra.

Gróðurinn í Grasagarðinum er afar fjölbreyttur og hann býður upp á mismunandi upplifun og fræðslu. Þar eru ævintþraleg skógarrjóður, litskrúðug blóm, íslenskar villtar plöntur og nytjaplöntur. Með skemmtilegum leikjum fræðumst við um plönturnar og um leið ný tur fjölskyldan útiverunnar saman. Mæting er í lystihúsinu klukkan 20:00. Eftir leikina er boðið upp á piparmintute úr laufum piparmintu sem ræktuð er í Grasagarðinum. Ókeypis fræðsla og skemmtun, allir velkomnir.

Frekari upplýsingar gefur Helena Óladóttir, símar 693 2948, 411 8500, helena.oladottir@reykjavik.is

Sjá vef Náttúruskóla Reykjavíkur .
Myndin er af ungum blómateiknara, Daníel Tryggva, að störfum.

Birt:
11. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruleikir fyrir börn og foreldra“, Náttúran.is: 11. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/11/nttruleikir-fyrir-brn-og-foreldra/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: