Sýningin Sumar 2006 var opnuð í dag. Sýningin er í Laugardalshöllinni og stendur fram á sunnudaginn 23. apríl. Aðstandendur tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn þau Auður Ottesen og Páll Pétursson standa fyrir sýningunni og hafa unnið ötullega að undirbúningi sýningarinnar sem má með sanni segja að sé glæsilegt framtak. Meðal þeirra 150 þátttakenda sem kynna starfsemi sína á sýningunni er GAP (Global Action Plan) verkefnið „Vistvernd í verki“ og ýmis félög og fyrirtæki er tengjast umhverfisvernd og umhverfisstarfi á einhvern hátt. Þetta er fimmta árið sem Sumarhúsið og garðurinn stendur að Sumarsýningu. Myndin er af kynningu Græna hlekksins á sýningunni en Græni hlekkurinn selur lífrænt grænmeti og jógúrt í áskrift á netinu.

Ljósmynd: Einar Bergmundur
Birt:
21. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sýningin „Sumar 2006““, Náttúran.is: 21. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/sumar_06/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 11. maí 2007

Skilaboð: