Sturlungar á Þingvöllum
Á fimmtudagskvöldum í júní og júlí býður þjóðgarðurinn fræðimönnum og öðrum áhugamönnum um staðinn að fjalla um hugðarefni sín tengd Þingvöllum. Allar gönguferðirnar hefjast kl. 20:00 við fræðslumiðstöðina við Hakið og taka um 2 kls. Næstkomandi fimmtudag þ. 3. júlí verður gengið með Guðrúnu Nordal prófessor í íslensku og fjallar hún um Sturlungu og Þingvelli en þingstaðurinn er sögusvið margra minnisstæðustu frásagna sögunnar. Í gönguferðinni verður hugað sérstaklega að atvikum þar sem Sturlungar eru aðalhlutverki, einkum þeir frændur Snorri Sturluson og Sturla Sighvatsson. Sjá vefsvæði þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2. júlí 2004 á fundi heimsminjanefndarinnar sem haldinn var í Suzhou í Kína. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal tæplega 800 –menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sturlungar á Þingvöllum“, Náttúran.is: 1. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/01/sturlungar-thingvollum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.